Gvatemalaþinur
Abies guatemalensis er sígrænt tré frá Mið-Ameríka og er suðlægasti meðlimur ættkvíslarinnar Abies, með að vera suður til næstum 14° N. Hann vex frá suður (minna frá vestur og mið) Mexíkó í norðri og til El Salvador í suðri. Þetta er hita- og raka-elskandi tegund hitabeltisfjalla (í þokuskógum, barr og blandskógum) þessara landa. Tegundin þolir nær ekkert frost. Vegna skógarhöggs og tap búsvæðis, er þessi tegund talin í hættu og vernduð samkvæmt CITES Appendix I.
Guatemalaþinur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Abies guatemalensis í San Miguel Los Altos Reserve, Totonicapán, Guatemala
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies guatemalensis Rehder | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Lýsing
breytaA. guatemalensis er keilulaga tré sem verður 20 til 30 metra hátt og 60 til 90 sentimetrar í ummál. Greinarnar vaxa mestmegnis lárétt út. Börkurinn er svarbrúnn og brotinn upp í skífur. Sprotarnir eru rauðbrúnir til djúp svarrauðir og hærðir. Brumin eru kúlulaga til egglaga, klístruð og um 5 mm löng. Barrið er eins og í kamb á greinunum. Það er misjafnt og djúpgrænt að ofan og vaxkennt að neðan, 1.5 til 5.5 sm langt og 1.2 til 2 mm breitt. Loftaugu eru yfirleitt ekki að ofan, en eru í 8 til 10 línum að neðan. Barrið er með tvo "marginal resin canals" og endinn er sýldur og framjaðrað. Könglarnir eru aflangt sívalir og endinn nokkuð útlfattur. Þeir eru gulbrúnir að lit með fjólubláum blæ og eru um 8 til 11 sm langir og 4 til 4.5 sm breiðir. Köngulskeljarnar eru aflangar, eða breiðari en á lengd. Hreisturblöðkurnar sjást ekki, eru um helmingur af hæð köngulskeljanna og eru fleyg til egglaga í lögun. Fræin eru ljósbrún hneta, 9 mm löng með væng sem er 1.5 sm langur. [4]
Afbrigði
breytaÞað eru tvö viðurkennd afbrigði af A. guatemalensis:
- A. g. var. guatemalensis, sem er "type variety" og er á mestöllu útbreiðslusvæðinu. Það er í Guatemala, El Salvador, Hondúras og Mexíkósku fylkjunum Chiapas, Colima, Guerrero, Oaxaca og Tamaulipas.[5]
- A. g. var. jaliscana er einvörðungu á nyrsta hluta búsvæðisins, það er í Mexíkósku fylkjunum Jalisco, Michoacán, Nayarit og hugsanlega Sinaloa.[6]
Samkvæmt sumum heimildum eru afbrigðin sjö.[7]
Vistfræði
breytaA. guatemalensis er skráður sem í útrýmingarhættu af IUCN vegna skógarhöggs og taps á búsvæði.[1] Hann vex yfirleitt í djúpum, frjósömum jarðvegi, sem er einmitt hentugur fyrir jarðrækt fyrir innfædda (sérstaklega fyrir kaffi plantekrur). Hann var talinn algengur alveg fram undir um 1940. Stórir skógar eða lundir eru enn í Hondúras, en upplýsingar vantar eins og er. Ýmislegt bendir til að svæði hvers þinskógar í Guatemala (fyrir utan skóginn í Los Altos de San Miguel Totonicapán) sé yfirleitt ekki stærri en 3 ferkílómetrar.[1] Að auki er blómgun óregluleg og spírun yfirleitt léleg.[1] Af þeim skógum sem eftir standa, er skógurinn í Los Altos de San Miguel Totonicapán í Guatemala sagður geyma stærstu og best varðveittu lundina á svæði sem þekur 26,060 hektara, þó að einnig þeim sé ógnað af ólöglegu skógarhöggi.[6][8] Af þessu leiðir að það er orðið ólöglegt að fella trén í sumum þeim löndum sem hann vex og er á skrá hjá CITES Appendix I, sem gerir alþjóðlega verslun með hann ólöglega. Central American And Mexico Coniferous Resources Cooperative (CAMCORE) hefur einnig hafið aðgerðir til að vernda tegundina í náttúrunni.[1]
Í Mexíkó finnst A. guatemalensis á Kyrrahafs hlíðum Sierra Madre del Sur og suður Sierra Madre Occidental, í fylkjunum Chiapas, Oaxaca, Guerrero, Michoacan, Colima, Jalisco, Nayarit, og Zacatecas. Dæmigert búsvæði er í eldfjalljarðvegi á milli 1800 og 3700 metra hæðar yfir sjó, þar sem er svalt, rakt hafloftslag.[9]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Sørensen, M.; Kollmann, J. & Gardner, M. (2013). „Abies guatemalensis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 28. mars 2014.
- ↑ „Abies guatemalensis en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. nóvember 2018. Sótt 18. janúar 2017.
- ↑ „Abies guatemalensis“. World Checklist of Selected Plant Families.
- ↑ Silba, John (1986). „Encyclopedia coniferae“. Phytologia Memoirs. Corvallis, Oregon: Moldenke and Moldenke. 8.
- ↑ Farjon, Aljos (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Richmond, U.K.: Royal Botanical Gardens at Kew.
- ↑ 6,0 6,1 Earle, Christopher J. (2006). „Abies Guatemalensis“. The Gymnosperm Database. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2007. Sótt 12. maí 2007.
- ↑ „Abies guatemalensis“. Tropicos. Missouri Botanical Garden. 24900640. (enska). Sótt 24. febrúar 2011.
- ↑ Community-led Reforestation in Totonicapan Forest
- ↑ Farjon, Aljos (2010). A Handbook of the World's Conifers. Brill, 2010. Vol. 1, pp 89-90.
Ytri tenglar
breyta- Authenticmaya.com: Guatemalan Flora Geymt 20 maí 2007 í Wayback Machine