Gunnbjörn Úlfsson

Gunnbjörn Úlfsson var norskur maður, sonur Úlfs kráku, sem sigldi til Íslands um 900. Skip hans bar af leið og sá hann þá eyjar vestan við Ísland sem hann kallaði Gunnbjarnarsker og menn telja að hafi verið Grænland. Hann er því talinn vera fyrsti norræni maðurinn sem hafi séð til Norður-Ameríku.

Synir hans voru Gunnsteinn og Halldór, sem námu Skötufjörð, Laugardal, Ögurvík og Mjóafjörð.