Gunnar Þorsteinsson

(Endurbeint frá Gunnar í Krossinum)

Gunnar Þorsteinsson, oft kallaður Gunnar í Krossinum, var forstöðumaður trúfélagsins Krossins í Kópavogi frá 1979 til 2010. Eiginkona Gunnars var athafnakonan Jónína Ben[1] en hún lést árið 2020. Þá hafði Jónína reynt að fá skilnað í tvö ár.

Gunnar stofnaði Krossinn árið 1979, áður tilheyrði hann Hvítasunnukirkjunni. Krossinn er líka hvítasunnusöfnuður, sem er nýleg útgáfa af mótmælendatrúnni sem leggur áherslu á persónulegt samband við guð, og hefur því stundum verið kallaður sértrúarsöfnuður.[2] Gunnar vék úr stöðu sem forstöðumaður trúfélagsins árið 2010 eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot.[3] Söfnuðurinn gengur í dag undir nafninu Smárakirkja.

Hann hefur gefið út bækur um Biblíuna og ádeilur á votta Jehóva.[2] Hann var þekktur fyrir andstöðu sína við samkynhneigð.

Tilvísanir

breyta
  1. Gunnar í Krossinum og Jónína Ben giftu sig í gær. Vísir, 22. mars 2010.
  2. 2,0 2,1 Frelsa oss frá illu. Morgunblaðið, 19. desember 1992.
  3. Fimm konur saka Gunnar í Krossinum um kynferðisbrot. Vísir, 26. nóvember 2010.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.