Sértrúarsöfnuður

Sértrúarsöfnuður er söfnuður sem aðhyllist sértrú, það er trúna á að þeir einir hafi sannleikann og ganga verði í viðkomandi söfnuð til að komast til himna, eða hvað annað sem er markmið með viðkomandi trúarbrögðum. Á Íslandi hefur þetta hugtak verið notað niðrandi um ýmsar aðrar kirkjudeildir, sem eru minni (hér á landi) en hin evangelísk-lútherska þjóðkirkja Íslands, þó slíkt eigi í fæstum tilvikum við, þar sem þær telja sig ekki hina einu réttu, heldur starfa með öðrum kirkjum og telja hjálpræðið ekki bundið við ákveðna kirkju eða söfnuð.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.