Heimsmetabók Guinness

Uppsláttarrit um heimsmet
(Endurbeint frá Guinness World Records)

Heimsmetabók Guinness (e. Guinness World Records) er uppsláttarrit um heimsmet sem er gefið út árlega. Í því má finna met sem eru sett af afrekum fólks og af umhverfinu. Bókin var stofnuð af bræðrunum Norris og Ross McWhirter í London árið 1955. Hún var upphaflega gefin út í Bretlandi, svo alþjóðlega árið eftir. Síðan þá hefur hún verið seld í 100 löndum og þýdd á yfir 35 tungumál. Gagnagrunnurinn fyrir bókina inniheldur yfir 50.000 met. Hún var fyrst gefin út á íslensku árið 1977 og var ritstýrð af Örnólfi Thorlacius.[1]

Heimsmetabók Guinness
LandBretland
Tungumál37
ÚtgefandiJim Pattinson Group
Útgáfudagur
1955–í dag

Tilvísanir breyta

  1. „Metabók Guinness í fyrsta sinn á íslensku“. Þjóðviljinn. 13. ágúst 1977. bls. 16.

Tenglar breyta

   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.