Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum

Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum er leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson. Leikrit fjallar um útilegumanninn Fjalla-Eyvind og konu hans Höllu Jónsdóttur. Verkið byggist á munnmælasögum og sögulegum heimildum um parið en ástarsamband þeirra er í forgrunni.

Leikritið var fyrst sýnt árið 1911. Það varð snemma mjög vinsælt og var sýnt í Danmörku (Bjærg-Ejvind og hans hustru, 1911) og víðar um Evrópu. Árið 1916 var það sýnt í enskri þýðingu í New York sem Eyvind of the Hills.

Ágrip

breyta

1. hluti

breyta

Heimabyggð Höllu. Halla er rík og eftirsótt ekkja sem ræður til sín nýjan vinnumann, Kára. Ást blossar milli þeirra við mikinn ófagnað annarra vonbiðla hennar. Í ljós kemur að Kári er sauðaþjófurinn Eyvindur en þegar hann þarf að flýja í óbyggð heimtar Halla að koma með. Hún fórnar efnislegri velmegun fyrir ást Eyvindar og frelsi útlegðar.

2. hluti

breyta

Sumarsæla í óbyggðinni. Halla og Eyvindur búa í fjöllunum ásamt ungri dóttur. Í hópinn bætist einnig útilegumaðurinn Arnes, en þegar Arnes játar ást á Höllu neyðist hann til að fara burt. Upp kemst um felustað Höllu og Eyvinds og þau þurfa að flýja. Halla svæfir dóttur sína með lagið Sofðu unga ástin mín og banar henni svo þau náist ekki öll.

3. hluti

breyta

Vetur í óbyggðinni. Halla og Eyvindur eru ein saman í hrörlegum kofa. Enginn matur er að fá og þau eru að rífast. Úti er stanslaust él. Upprunalega leikritið endar með því að Halla hverfur inn í storminn og Eyvindur fylgir henni. Í annarri gerð birtist hestur í lok verksins og parinu er þannig bjargað.