Guðmundur Kjartansson (jarðfræðingur)

(Endurbeint frá Guðmundur Kjartansson)

Guðmundur Kjartansson (18. maí 19097. apríl 1972) var íslenskur jarðfræðingur fæddur að Hruna í Hrunamannahreppi. Foreldrar hans voru Kjartan Helgason prófastur í Hruna og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1929 og hóf síðan nám í forsplallsvísindum við HÍ en innritaðist síðan í Hafnarháskóla árið eftir og hóf nám í náttúrufræðum með jarðfræði sem aðalfag. Hann lauk síðan magisterprófi í jarðfræði 1939. Guðmundur Kjartansson var annar í röð Íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði. Hinn fyrsti var dr. Helgi Pjeturss. Að námi loknu starfaði Guðmundur fyrst sem kennari við Flensborg en 1955 var hann ráðinn til starfa sem jarðfræðingur á Náttúrugripasafn Íslands, seinna Náttúrufræðistofnun Íslands, og þar vann hann til æviloka.

Guðmundur er í hópi fremstu jarðfræðinga landsins. Hann skrifaði fjölmargar greinar um fræði sín, mest í Náttúrufræðinginn en einnig bækur, auk þess vann hann mikið að jarðfræðikortagerð. Hann rannsakaði jarðfræði Suðurlands og lagði þar mikla áherslu á ísaldarminjar, einnig rannsakaði hann Heklu og Hekluhraun og fylgdist með gosinu mikla 1947-1948. Hann skrifaði grundvallarritgerðir um flokkun íslenskra fallvatna og lagði grunn að skilningi manna á móbergi og móbergsmyndunum með stapakenningunni svonefndu.

Eiginkona Guðmundar var Kristrún Steindórsdóttir. Þau eignuðust tvö börn Solveigu (1942) og Kjartan (1958).

Heimild

breyta