Guðmundur B. Ólafsson

Guðmundur B. Ólafsson (13. nóvember 1962) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverand formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Guðmundur er starfandi hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og hefur starfað sem aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Hann lék knattspyrnu með Fram upp í meistaraflokk og var meðal stofnenda knattspyrnuliðs Víkverja.

Árið 1993 tók Guðmundur við formennsku í handknattleiksdeild Fram. Deildin stóð þá að mörgu leyti höllum fæti. Meðan önnur félög á höfuðborgarsvæðinu státuðu af nýjum íþróttahúsum, urðu Framarar að láta sér nægja íþróttahús Álftamýrarskóla. Fjárhagurinn var mjög bágur og meistaraflokkur karla féll úr efstu deild þá um vorið.

Sumarið 1994 var nýtt íþróttahús tekið í notkun á félagssvæði Fram í Safamýri. Við það snarbatnaði öll æfingaraðstaða og félagið gat innan skamms flutt heimaleiki sína úr Laugardalshöll. Nýja húsinu fylgdu auknir tekjumöguleikar og unnt var að blása til nýrrar sóknar í meistaraflokki.

Guðmundur Þ. Guðmundsson, síðar landsliðsþjálfari, tók við Framliðinu haustið 1995, auk þess sem sterkur rússneskur línumaður Oleg Titov var fenginn til liðsins. Framarar tryggðu sér á ný sæti í efstu deild vorið 1996 og komust fljótt í hóp bestu liða landsins.

Guðmundur lét af formennsku handknattleiksdeildar árið 1997 og sneri sér að störfum aðalstjórnar. Hann var formaður félagsins frá 2000-2007. Á þeim tíma var ráðist í byggingu félagsaðstöðu við íþróttahúsið og lagningu gervigrasvallar í Safamýri. Jafnframt var gert samkomulag við Reykjavíkurborg um framtíðarfélagssvæði í Úlfarsárdal.

Árið 2009 var Guðmundur kjörinn varaformaður Handknattleikssambands Íslands og formaður þess árið 2013.


Fyrirrennari:
Sveinn Andri Sveinsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(20002007)
Eftirmaður:
Steinar Þór Guðgeirsson
Fyrirrennari:
Knútur G. Hauksson
Formaður Handknattleikssambands Íslands
(2013 –)
Eftirmaður:
'