Guðlaugstungur
Guðlaugstungur eru víðfeðmt og gróskumikið landsvæði á hálendinu upp af Blöndulóni. Svæðið er mikilvægt varp- og beitiland heiðagæsar. Guðlaugstungur, SVörtutungur og Álfgeirstungur (Ásgeirstungur) voru friðlýstar árið 2005. Friðlýsta svæðið nær frá Hofsjökli niður að ármótum Blöndu og Haugakvíslar við Blöndulón. Svæðið er langstærsta heiðargæsabyggð í heimi en um fjórðungur íslensk-grænlenska heiðagæsastofnsins verpir þar. Á svæðinu eru einhver mestu og samfelldustu votlendissvæði miðhálendisins. Fuglalíf á svæðinu er fjölskrúðugt og eru 28 tegundir árvissir varpfuglar. Mest er af heiðlóu, lóuþræl, þúfutittlingi og heiðagæs. Guðlaugstungur eru að mestu háslétta í 540-500 m.y.s.