Þúfutittlingur eða grátittlingur (fræðiheiti: Anthus pratensis) er lítill fugl af erluætt. Hann er farfugl sem verpir víða í Norður-Evrópu og Asíu og hefur vetursetu í Suður-Evrópu, Norður-Afríku og Suður-Asíu en er staðfugl á Írlandi og Bretlandseyjum en færir sig þar til strandsvæða og niður á láglendi að vetrarlagi.

Þúfutittlingur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Motacillidae
Ættkvísl: Anthus
Tegund:
A. pratensis

Tvínefni
Anthus pratensis
Anthus pratensis
Cuculus canorus canorus + Anthus pratensis

Þúfutittlingur er brúngulur, mógulur eða gulgrænn. Hann verpir oftast tvisvar á ári. Hann er 15 sm á lengd, vegur milli 15 og 25 grömm og vænghaf er 22-25 sm.

Tenglar

breyta
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.