Groove metal
Groove metal eða grúvmetal er undirtegund þungarokks sem ruddi sér til rúms fyrst á 9. áratugi 20. aldar. Stefnan sækir í áhrif þrass og hefbundnara þungarokks ásamt því að hafa líðandi og grípandi gítarrif og takt sem stefnan er kennd við. Hún hafði áhrif á og blandaðist nu-metal.
Grúvmetal náði nokkrum vinsældum með hljómsveitum eins og Pantera, White Zombie, Machine Head og seinni tíma Sepultura.
Önnur bönd sem má nefna eru Lamb of God, DevilDriver, Five Finger Death Punch, Exhorder, Volbeat, Fear Factory og Prong.