Glæstar vonir

skáldsaga eftir Charles Dickens frá 1860 og 1861
(Endurbeint frá Great Expectations)

Glæstar vonir (Great Expectations) er skáldsaga eftir Charles Dickens skrifuð á árunum 1860 til 1861. Hún fjallar um munaðarleysingjann Pip. Hann lendir í því að strokufanginn Magwitch, sem hann hræðist, fær hann til að útvega sér mat og tól til að losa sig úr fótajárnum. Þetta atvik á síðar eftir að hafa áhrif á líf Pip, sem síðar fær óvænta fúlgu fjár frá óþekktum velunnara sem verður til þess að hann fer til London með glæstar vonir um betra líf, en lendir í erfileikum og ólukkan eltir hann.

Glæstar vonir
Opnusíða fyrstu útgáfu fyrsta bindis bókarinnar frá 1861.
HöfundurCharles Dickens
Upprunalegur titillGreat Expectations
ÞýðandiSigríður Magnúsdóttir (1995)
Jón St. Kristjánsson (2021)
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiChapman & Hall
Útgáfudagur
1861; fyrir 164 árum (1861) (sem bók)
ISBNISBN 9789979340591

Glæstar vonir í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi

breyta

Líkt og önnur verk Charles Dickens hefur sagan "Glæstar vonir" verið kvikmynduð. Í nútímanum hefur sagan einnig verð færð í "annan búning":

  • 1917 – hljóðlaus kvikmynd, aðalleikarinn var Jack Pickford, leikstjóri Robert G. Vignola.
  • 1922 – hljóðlaus kvikmynd gerð í Danmörku, aðalleikari var Martin Herzberg, leikstjóri A.W. Sandberg.
  • 1998 – Glæstar vonir eða „Great Expectations“, kvikmynd með Ethan Hawke og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum, leikstýrt af Alfonso Cuarón. Hér er sagan sett í „nútímalegan búning“ og gerist í New York í Bandaríkjunum. Pip hefur verið endurnefndur Finn og Fröken Havishham endurnefnd Nora Dinsmoor.

Tenglar

breyta