Grísk drakma
Grísk drakma (gríska: drachmē, fleirtala drachmés) var gjaldmiðill notaður í Grikklandi áður en evran var tekin upp árið 2002. Ein drakma skiptist í 100 lepton (fleirtala lepta). Við upptöku evrunnar var gengið fest í 1 EUR = 340,750 GRD.
Grísk drakma Drachmē | |
---|---|
Land | Grikkland (áður) |
Skiptist í | 100 lepton |
ISO 4217-kóði | GRD |
Skammstöfun | Dr / Δρ / ₯ |