Grágás

forn lagaskrá og lögskýringarrit Íslendinga (þjóðveldislögin)

Grágás er forn lagaskrá og lögskýringarrit Íslendinga, ritað einhvern tímann á þjóðveldisöld. Fleiri lög en í henni stóðu kunna að hafa verið í gildi og sum lög hennar kunna að hafa verið úrelt. Segir í henni „það skulu vera lög í landi hér sem á skrám standa“. Vígslóði nefnist sá hluti Grágásar sem fjallar um víg.

Konungsbók Grágásar.
GKS 1157 fol.

Lögin eru varðveitt í tveimur aðalhandritum frá miðri 13. öld, Staðarhólsbók og Konungsbók auk nokkurra annarra fornra handritsbrota. Með tilkomu Grágásar urðu lögsögumenn óþarfir sem heimildarmenn laga og störfuðu þá sem forsetar lögréttu, löggjafarþings Alþingis. Nýlega hafa fræðimenn tekið að efast um að mark hafi verið tekið á lögunum sem rituð voru í Grágás. Grágás skiptis í nokkra hluta:

Staðarhólsbók breyta

Í Staðarhólsbók eru handrit Grágásar og Járnsíðu. Um Staðarhólsbók er fátt vitað, talið er hugsanlegt að Þórarinn kaggi Egilsson prestur á Völlum í Svarfaðardal (d. 1283) hafi skrifað hana. Á miðöldum er vitað af henni hjá Páli Vigfússyni á Hlíðarenda (d. 1570) og seinna hjá Bjarna Péturssyni á Staðarhóli í Dalasýslu (1613-93), þaðan sem bókin tekur nafn sitt.

Staðarhólsbók er geymd á Árnastofnun.

Nafnið grágás hefur verið notað að minnsta kosti frá því á miðri 16.öld og það er eru ýmsar getgátur um uppruna þess t.d að bókin hafi verið rituð með gæsa fjöðurpenna eða bundinn inn í gæsaskinn, einnig að hún beri nafn vegna aldursins byggt á þeirri trú að gæsir næðu hærri aldri en aðrir fuglar.

Tengt efni breyta

Tenglar breyta

 
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist