Á hverfanda hveli (kvikmynd)

bandarísk kvikmynd frá 1939
(Endurbeint frá Gone with the Wind)

Á hverfanda hveli (enska: Gone with the Wind) er bandarísk kvikmynd sem er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Margaret Mitchell. Hún var frumsýnd 15. desember 1939 í Atlanta.

Á hverfanda hveli
Gone With the Wind
LeikstjóriVictor Fleming
HandritshöfundurSidney Howard
Byggt áÁ hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell
FramleiðandiDavid O. Selznick
LeikararClark Gable
Vivien Leigh
Leslie Howard
Olivia de Havilland
KvikmyndagerðErnest Haller
KlippingHal C. Kern
James E. Newcom
TónlistMax Steiner
FyrirtækiSelznick International Pictures
Metro-Goldwyn-Mayer
DreifiaðiliLoew's Inc.
Frumsýning15. desember 1939
Lengd221 mínútur
LandBandaríkin
TungumálEnska
Ráðstöfunarfé3,85 milljónir Bandaríkjadala
Heildartekjur>390 milljónir Bandaríkjadala

Myndin gerist í bandaríska suðrinu á tíma þrælastríðsins og endurbyggingartímabilsins. Sagan fjallar um Scarlett O'Hara (Vivien Leigh), viljasterka dóttur plantekrueiganda í Georgíu, ástarþrá hennar á Ashley Wilkes (Leslie Howard), sem er kvæntur frænku sinni, Melanie Hamilton (Olivia de Havilland), og síðan hjónaband hennar með Rhett Butler (Clark Gable).

Á hverfanda hveli naut gríðarlegra vinsælda þegar hún var frumsýnd. Hún varð tekjuhæsta kvikmynd sem gerð hafði verið á þeim tíma og hélt því meti í rúman aldarfjórðung. Með tilliti til verðbólgu er hún enn tekjuhæsta mynd kvikmyndasögunnar. Kvikmyndin var endursýnd í kvikmyndahúsum með reglulegu millibili á næstu áratugum og varð fastur liður í bandarískri dægurmenningu.

Myndin hefur verið gagnrýnd fyrir sögulega endurskoðun með því að sýna suðurríkin í rómantísku ljósi og breiða út mýtuna um hinn glataða málstað suðurríkjanna. Aftur á móti hefur verið bent á að myndin hafi stuðlað að breytingum á því hvernig svartir Bandaríkjamenn voru sýndir í kvikmyndum. Myndin er enn talin með bestu kvikmyndum allra tíma og árið 1989 var hún ein af fyrstu 25 kvikmyndunum sem voru valdar til varðveislu í United States National Film Registry.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.