Gondvana

risameginland á síðasta hluta forkambríum til upphafs Júratímabilsins (600 - 120 milljónum árum síðan)
(Endurbeint frá Gondwana)

Gondvana eða Gondvanaland var risameginland sem samastóð af þeim löndum og heimsálfum sem nú eru Suður-Ameríka, Afríka, Arabía, Madagaskar, Indland, Ástralía og Suðurskautslandið. Gondvana var fullmyndað á síðasta hluta forkambríum fyrir um 600 milljónum ára. Nafnið Gondvana er komið frá austurríska jarðfræðingnum Eduard Suess sem dró það af jarðmyndunum frá efri hluta fornlífsaldar og miðlífsaldar í Gondvanahéraði (úr sanskrít: gondavanagondaskógur“) í miðhluta Indlands. Þessar myndanir eru sambærilegar við jarðmyndanir heimsálfa á suðurhveli jarðar.

Lárasía og Gondvana

Francis Bacon tók fyrst eftir því að strandlengjur Suður-Ameríku og Afríku pössuðu vel saman á fyrstu kortum af Afríku og Nýja heiminum árið 1620. Hugmyndin um að öll meginlönd hefðu eitt sinn verið sameinuð var sett saman í meginatriðum af Alfred Wegener, þýskum veðurfræðingi árið 1912. Sá hann fyrir sér eitt risameginland sem hann nefndi Pangea. Gondvanda myndaði suðurhluta þessa risameginlands en norðurhlutinn varð Lárasía.

Gondvana fór að gliðna sundur snemma á Júratímabilinu fyrir 184 milljón árum þegar austurhluta Gondvana tók að reka frá Afríku og Madagaskar. Suður-Atlantshafið varð til þegar Suður-Ameríku fór að reka frá Afríku fyrir um 130 milljón árum. Austur-Gondvana fór að gliðna sundur fyrir um 120 milljón árum þegar Indland tók að reka í norðurátt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.