Vindauga var í fyrstu aðeins op þar sem vindur leikur um. Nú er það oftast haft um baggagat, en það er op á hlöðu sem hey er látið fara inn um. Það getur einnig merkt loftræstingargat og jafnvel vatnsauga á vegg og einnig glugghús sem er það rými sem gluggaumgjörðin er fest í. Vindauga er einnig notað um loftrásarop út um eldhúsvegg þar sem reykur leitar út.

Enska orðið Window á sér rætur í þessu orði, en vindauga á íslensku þýðir ekki gluggi á sama hátt og enska orðið. Þó er talað um vindaugu í slíkri merkingu ef glugginn er lítill eins og þetta dæmi sýnir: gluggar eru vanalega engir, nema lítil vindaugu með rúðubroti í.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.