Glódís Perla Viggósdóttir

íslensk knattspyrnukona

Glódís Perla Viggósdóttir (f. 27. júní 1995) er íslensk knattspyrnukona. Glódís spilar stöðu varnarmanns með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu og er leikmaður liðsins Bayern München sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni.[1]

Glódís Perla Viggósdóttir
Upplýsingar
Fæðingardagur 27. júní 1995
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 172 cm
Leikstaða Varnarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Bayern München
Númer 4
Yngriflokkaferill
Egebjerg EIF
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2009-2011 HK/Víkingur 17 (14)
2011 Horsens SIK ()
2012-2015 Stjarnan 50 (5)
2015-2017 Eskilstuna United DFF 53 (1)
2017-2021 FC Rosengård 89 (10)
2021- Bayern München 65 (7)
Landsliðsferill2
2009-2012
2011-2012
2012
2012-
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-23
Ísland
24 (6)
9 (0)
1 (0)
128 (10)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært des. 2024.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
des. 2024.

Glódís Perla spilaði með yngri flokkum í Danmörku en spilaði síðar með meistaraflokki HK/Víkings á Íslandi. Þaðan hélt hún aftur til Danmerkur og lék í þrjá mánuði með Horsens SIK. Hún spilaði með Stjörnunni í Garðabæ árið 2012. Árið 2015 fór hún í atvinnumennsku í knattspyrnu þegar hún hélt til Eskilstuna United í Svíþjóð en þar sem hún var til ársins 2017 en fór þá til Rosengård.

Árið 2012 spilaði Glódís Perla sinn fyrsta leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við skoska landsliðið.

Viðurkenningar

breyta

Glódís hafnaði í 2. sæti í vali íþróttamanns ársins árið 2022 og í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims árið 2024 á gullknettinum í kvennaflokki en hún var efst í sinni leikstöðu; miðverði. [2] Var valin leikmaður ársins 2024 af KSÍ. [3] Í janúar 2025 hlaut hún riddarakross fálkaorðunar fyrir framlag sitt til knattspyrnu í athöfn á Bessastöðum. Þar að auki varð hún Íþróttamaður ársins 2024 og hlaut fullt hús stiga í fyrsta sæti.

Heimild

breyta