Glódís Perla Viggósdóttir

íslensk knattspyrnukona

Glódís Perla Viggósdóttir (f. 27. júní 1995) er íslensk knattspyrnukona. Glódís spilar stöðu varnarmanns með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu og er leikmaður liðsins Bayern München sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni.[1]

Glódís Perla Viggósdóttir
Upplýsingar
Fæðingardagur 27. júní 1995
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 172 cm
Leikstaða Varnarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Bayern München
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)


Glódís Perla spilaði með yngri flokkum í Danmörku en spilaði síðar með meistaraflokki HK/Víkings á Íslandi. Þaðan hélt hún aftur til Danmerkur og lék í þrjá mánuði með Horsens SIK. Hún spilaði með Stjörnunni í Garðabæ árið 2012. Hún hóf atvinnumennsku í knattspyrnu árið 2015 er hún hóf að spila með Eskilstuna United í Svíþjóð en þar sem hún var til ársins 2017 er hóf að spila með Rosengård.

Árið 2012 spilaði Glódís Perla sinn fyrsta leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við skoska landsliðið.

Glódís hafnaði í 2. sæti í vali íþróttamanns ársins árið 2022 og í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims árið 2024 á gullknettinum í kvennaflokki en hún var efst í sinni leikstöðu; miðverði. [2]

Heimild

breyta