Glódís Perla Viggósdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir (f. 27. júní 1995) er íslensk knattspyrnukona. Glódís spilar stöðu varnarmanns með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu og er leikmaður liðsins Bayern München sem spilar í þýsku úrvalsdeildinni.[1]
Glódís Perla spilaði með yngri flokkum í Danmörku en spilaði síðar með meistaraflokki HK/Víkings á Íslandi. Þaðan hélt hún aftur til Danmerkur og lék í þrjá mánuði með Horsens SIK. Hún spilaði með Stjörnunni í Garðabæ árið 2012. Hún hóf atvinnumennsku í knattspyrnu árið 2015 er hún hóf að spila með Eskilstuna United í Svíþjóð en þar sem hún var til ársins 2017 er hóf að spila með Rosengård.
Árið 2012 spilaði Glódís Perla sinn fyrsta leik með íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við skoska landsliðið.
Glódís hafnaði í 2. sæti í vali íþróttamanns ársins árið 2022.