Gereyðingarvopn eru vopn sem geta valdið miklum skaða á fólki, manngerðu eða náttúrulegu umhverfi eða lífhvolfinu. Orðið er aðallega notað um kjarnavopn, geislavopn, efnavopn og lífræn vopn. Upphaflega var hugtakið notað yfir teppasprengingar í spænsku borgarastyrjöldinni og síðari heimsstyrjöld, en eftir kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki hefur það aðallega verið notað um óhefðbundin vopn. Notkun orðsins er oft umdeild þar sem það þykir fremur pólitískt en tæknilegt. Þannig hafa til dæmis tölvuárásir og heimatilbúnar sprengjur hryðjuverkamanna verið kölluð „gereyðingarvopn“.

Algengt er að tala um kjarnavopn sem gereyðingarvopn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.