Tölvuárás er árás sem beinist að tölvukerfum og hugbúnaðarkerfum. Misjafnt er hvers eðlis árásirnar eru en algengast er að þær beinist að opinberum aðilum svo sem ríkisstofnunum eða stórfyrirtækjum.[1] Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hafa rússneskir tölvuþrjótar stundað ítrekaðar tölvuárásir á innviði bæði á Íslandi og í Evrópu. Má þar nefna að gerðar voru nokkrar tölvuárásir á íslenskar stofnanir þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins var haldinn í Reykjavík vorið 2023.[2]

Tilvísanir

breyta
  1. „What is a Cyberattack? | IBM“. www.ibm.com (enska). 15. ágúst 2021. Sótt 15. desember 2024.
  2. „Tölvuárásir - Vísir“. visir.is. Sótt 15. desember 2024.