Georg Berna (fæddur 30. júní 1836, dáinn 18. október 1865) var þýskur náttúrufræðingur. Hann skipulagði og fjármagnaði leiðangur, sem farinn var á Joacim Hinrich frá Hamborg 29. maí 1861 til Noregsstranda, Jan Mayen og Íslands.

Aðrir þátttakendur voru Carl Vogt (18171895) svissneskur náttúrufræðingur og rithöfundur, sem skrifaði bókina Nord-Fahrt (útg. 1863) um ferðalagið. Bókin hét fullu nafni: Nord-Fahrt entlang der Norwegischen Küste, nach dem Nordkap, den Insel Jan Mayen und Island. Í Bernaleiðangrinum voru líka Johann Heinrich Hasselhorst, þýskur myndlistamaður — og myndir hans skreyttu bókina. Frummyndirnar eyðilögðust trúlega í loftárásunum á Frankfurt. Georg Berna sneri heim með íslenskan kvenbúning sem varðveittur var í kastala Berna í nágrenni Frankfurt í meira en öld, hann slapp heill umdan tveimur heimsstyrjöldum. Búningnum fylgdi skotthúfa, nisti og víravirkisbelti. Árið 1895 var tekin ljósmynd af búningnum í kastalanum. Johann Heinrich Hasselhorst teiknaði líka 1863 Ladies on Horseback sem hékk lengi í vinnustofu Berna.

Auk þeirra voru í ferðinni: Alexander Gressly, dýrafræðingur og Alexander Herzen, læknir og lífeðlisfræðingur.

Heimild

breyta
  • Ponzi, Frank. Ísland á 19. öld.

Tenglar

breyta