Geldungur er eyja eða sker sunann við Heimaey, norður af Súlnaskeri. Þetta var áður ein eyja og gat í gegnum hana með steinboga yfir en hann hrundi í jarðskjálfta 1896 og urðu eyjarnar þá tvær, Stóri Geldungur og Litli Geldungur.

Geldungur (fyrir miðju).

Nokkur sker eru við Geldung og má þar nefna Hundasker, Þúfusker og Bládrangur, en hann hrundi í brimi um 1907 og eru aðeins leifar hans eftir. Gróður í Geldungi fór illa í Surtseyjargosinu. Þar verpir súla og fleiri sjófuglar.