Geitakál
Geitakál (eða geitanjóli) (fræðiheiti Aegopodium podagraria) er jurt af sveipjurtaætt sem áður fyrr var notuð til lækninga og sem grænmeti. Geitakál var ræktað við klausturgarða og hefur breiðst út frá þeim en núna er litið á það sem illgresi. Geitakál finnst á Íslandi. [1] Fyrr á tímum var jurtin notuð til að lækna þvagsýrugigt og er er nafnið Podagraria komið af því. Geitakál getur viðhaldið sér og fjölgað með rótarskotum og erfitt er að uppræta það þar sem það hefur náð að festa sig í sessi. Það er talið illgresi og ágeng tegund í sumum löndum.
Geitakál | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Teikning af geitakáli
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Aegopodium podagraria L. |
Tilvísanir
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Geitakál.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Geitakál.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Aegopodium podagraria.