Geirröður (norræn goðafræði)

Geirröður var jötunn í norrænni goðafræði. Hann var faðir Gjálpar og Greipar. Þór heimsótti hann án megingjarða, járnhanska sinna og hamars að undirlagi Loka. Var það Þór til happs að þeir komu við hjá Gríði og fékk Þór stafinn Gríðarvöl, megingjarðir auk járnglófa hjá henni. Þegar þeir komu til Geirröðargarða grýtir Geirröður glóandi járnsíu (með töng) að Þór, sem Þór getur gripið með járnhönskum Gríðar og endursent með krafti, svo fór í gegn um járnsúlu, Geirröð og vegg, og varð bani af.[1]

Nafnið gæti þýtt sá sem hlífir gegn spjótum.[2]

Heimildir

breyta
  1. „Skáldskaparmál, kafli 26“. www.heimskringla.no. Sótt 27. nóvember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.