Mjölnir

hamar guðsins Þórs í norrænni goðafræði

Mjölnir er í norrænni goðafræði hamar Þórs og hans helsta einkenni. Hamarinn var vopn sem guðinn notaði til að berjast við jötna. Samkvæmt Snorra-Eddu kom hamarinn fljúgandi aftur til Þórs eftir að honum var kastað (líkt og bjúgverpill). Hamarinn var smíðaður af dvergunum Brokk og Sindra í Svartálfaheimi, og var þeirrar náttúru að hann missti aldrei marks og hann mátti gera svo lítinn að hann kæmist fyrir innanklæða. Eddukvæðið Þrymskviða fjallar um það hvernig jötuninn Þrymur stelur Mjölni og krefst gyðjunnar Freyju í lausnargjald.

Sænskt hálsmen frá miðöldum sem gæti hafa átt að tákna Mjölni
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.