Gríður er gýgur sem Þór gisti hjá á leið sinni til Geirröðargarða. Þór hafði farið að áeggjan Loka til Geirröðargarða án megingjarða, járnhanska sinna og hamars, þar fékk hann sambærilega kostagripi hjá Gríði, og er Gríðarvölur sérstaklega nefndur.[1]

Nafnið Gríður þýðir græðgi, ofstopi.[2]

Hún er sögð móðir Viðars og frilla Óðins í Snorra-Eddu.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Skáldskaparmál, kafli 26“. www.heimskringla.no. Sótt 27. nóvember 2023.
  2. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  3. Lindow, John (2002). Norse Mythology: A Guide to Gods, Heroes, Rituals, and Beliefs. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-983969-8.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.