Geirnyt (hámús, rottufiskur eða særotta) (fræðiheiti: Chimaera monstrosa) er fiskur af hámúsaætt. Geirnytin er hausstór og trjónustuttur brjóskfiskur með smáan kjaft og stór augu. Geirnytin getur náð allt að 150 cm lengd, en lengsta geirnyt hér við land var 110 cm löng. Algeng stærð er 70-95 cm. Pétursskip geirnytjarinnar eru gildari í annan endann en oddmjó í hinn.

Geirnyt
Chimaera monstrosa
Chimaera monstrosa
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Undirfylking: Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur: Brjóskfiskar (Chondrichthyes)
Undirflokkur: Hámýs (Holocephali)
Ættbálkur: Hámúsfiskar (Chimaeriformes)
Ætt: Hámúsaætt (Chimaeridae)
Ættkvísl: Chimaera
Tegund:
Geirnyt (C. monstrosa)

Tvínefni
Chimaera monstrosa
Linneus, 1758

Tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.