Magni Ásgeirsson
íslenskur söngvari
(Endurbeint frá G. Magni Ásgeirsson)
Guðmundur Magni Ásgeirsson (fæddur 1. desember 1978) er íslenskur söngvari og meðlimur hljómsveitarinnar Á móti sól og þungarokksbandinu Punks of the Empire ásamt því að spila með sólóhljómsveit.
Magni tók þátt í keppninni Rockstar Supernova 2006 sem voru í sjónvarpi og komst í úrslit og endaði fjórði.