Á móti sól
Íslensk hljómsveit
Á móti sól er íslensk hljómsveit, stofnuð haustið 1995. Hana skipa þeir Guðmundur Magni Ásgeirsson söngvari, Sævar Helgason gítarleikari, Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari, Þórir Gunnarsson bassaleikari og Stefán Ingimar Þórhallsson trommuleikari.
Á móti Sól | |
---|---|
Uppruni | Hveragerði og Selfoss, Íslandi |
Ár | 1995 – í dag |
Stefnur | Popp |
Útgáfufyrirtæki | Samyrkjubúið |
Meðlimir | Guðmundur Magni Ásgeirsson Sævar Helgasson Heimir Eyvindarsson Þórir Gunnarsson Stefán Ingimar Þórhallsson |
Vefsíða | amotisol.is |
Þórir og Heimir eru þeir einu sem eftir eru af upprunalegum meðlimum. Stefán gekk til liðs við hljómsveitina vorið 1997, Sævar vorið 1998. Magni bættist í hópinn haustið 1999.