Geoffrey Warnock
(Endurbeint frá G.J. Warnock)
Sir Geoffrey Warnock (fæddur Geoffrey James Warnock 1923, dáinn 1995) var breskur heimspekingur og aðstoðarkanslari Oxford-háskóla. Áður en hann var aðlaður var hann best þekktur sem G.J. Warnock.
Geoffrey James Warnock | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1923 |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 20. aldar |
Skóli/hefð | Rökgreiningarheimspeki |
Helstu viðfangsefni | Málspeki, frumspeki, þekkingarfræði |
Geoffrey Warnock kenndi heimspeki í Oxford en árið 1970 var hann kjörinn skólastjóri Hertford College, þar sem nú er nemendafélag og heimasist nefnd eftir honum. Hann var aðstoðarkanslari Oxford-háskóla árin 1981 til 1985.
Warnock kvæntist árið 1949 Mary Warnock (nú Mary Warnock, barónessa), heimspekingi og félaga á St Hugh's College í Oxford. Þau eignuðust tvo syni og þrjár dætur. Geoffrey Warnock settist í helgan stein árið 1988 og lést sjö árum síðar.