Framfarahyggja

(Endurbeint frá Framfarir)

Framfarahyggja er sú hugmynd eða söguspeki að jafnt og þétt batni ástand mannkyns eftir því sem tíminn líður. Í þessari hugmynd felst að jafnvel þó svo að ákveðin lægð í þróun eða framförum geti átt sér stað þá sé hún ávallt tímabundin og að á heildina litið vænkist hagur mannsins smám saman. Þessi hugmynd er tengd vestrænni veraldlegri heimssýn sterkum böndum.

Tengill

breyta
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.