Ævintýraleikur

tegund tölvuleikja

Ævintýraleikur er tölvuleikur þar sem spilari er í hlutverki söguhetju í gagnvirkri sögu sem byggir á því að kanna og fara um leikheiminn og leysa þrautir. Þessi tölvuleikjategund byggir í mörgu á sagnahefð, bókmenntum og kvikmyndum. Margir ævintýraleikir eru hannaðir fyrir einn spilara. Einn fyrsti ævintýraleikurinn var Colossal Cave Adventure en hann kom út árið 1976 en aðrir þekktir ævintýraleikir eru Zork, King's Quest, The Secret of Monkey Island og Myst.

The Whispered World

Ævintýraleikir frá árunum 1970 til 1980 byggðust á texta og forriti sem breytti texta sem spilarar slógu inn í skipanir. Þegar grafískir möguleikar tölva urðu betri þá urðu ævintýraleikir sem byggðu bæði á teikningum og texta vinsælir og síðar urðu sumir leikir þannig að spilarar gáfu skipanir með að benda og smella á staði á skjánum. Með tímanum þróaðist seinna tækni sem byggðist á því að rauntíma eða áðurteknum þrívíddar upptökum eða myndböndum frá fyrstu eða þriðju persónu sjónarhorni.

  Þessi tölvuleikjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.