Fyrrverandi forseti

Fyrrverandi forseti er einstaklingur sem látið hefur af embætti forseta lands síns. Misjafnt er hvers vegna einstaklingar láta af embætti forseta en algengast er að viðkomandi ákveði að hætta, sé bundinn tímamörkum eða nái ekki endurkjöri. Þrír fyrrum forsetar Íslands eru á lífi en það eru Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson.[1] Fjórir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eru á lífi en það eru Jimmy Carter, Bill Clinton, George W. Bush, Barack Obama og nýkjörinn forseti Bandaríkjanna Donald Trump.[2] Tímamörk á embættisssetu forseta Bandaríkjanna er tvö kjörtímabil og því er forsetum að jafnaði skipt út á fjögurra til átta ára fresti.

  1. „http://www.forseti.is/sagan/fyrri-forsetar/“. Forseti.is. Sótt 8. nóvember 2024.
  2. „Which Former U.S. Presidents Are Still Alive? What the Remaining 5 Have Been Up to Since Leaving Office“. People.com (enska). Sótt 8. nóvember 2024.