Röðun (mengjafræði)
(Endurbeint frá Fullröðun)
Röðun er aðgerð, sem skipar stökum mengis í innbyrðis röð. Mengi með röðuðum stökum kallast raðað mengi.
Skilgreining
breytaRaðað mengi er mengi X, með aðgerð og eftirfarandi eiginleika:
- Sjálfhverfni:
- Andsamhverfni: ef og þá
- Gegnvirkni: ef og þá .
Slíkt raðað mengi gerir ekki kröfu um að mögulegt sé að bera saman öll stök og kallast því hlutraðað mengi, en ef eftirfarandi skilyrði er bætt við:
- Altækni: eða gildir um öll stök a og b úr X, þ.e. öll stök úr X þarf að vera hægt að bera saman tvö og tvö.
kallast mengið fullraðað, en þá er fyrsta skilyrðið jafnframt óþarft.
Dæmi
breyta- Mengi náttúrulegra talna er hlutraðað með hefðbundinni aðgerð ≤ og fullraðað með aðgerðinni <.
- Mengi rauntalna er hlutraðað eða fullraðað með sambærilegum hætti og náttúrulegu tölurnar.
- Veldismengi gefins mengi ásamt hlutmengjavenslunum er hlutröðun.
Tengt efni
breyta- Hesse-rit
- Minnsta yfirtala (Sup)
- Stærsta undirtala (Inf)