Samhverfa
(Endurbeint frá Samhverfni)
Samhverfa er mikilvægt hugtak, sem hefur margvíslega merkingu innan vísinda, en á almennt við að mögulegt sé að spegla tiltekið fyrirbæri. Fyrirbæri sem ekki er unnt að spegla kallast ósamhverf.
Málfræði
breytaSum orð, setningar, bókstafa-, talna- eða táknarunur má spegla á þann hátt að þau verð eins hvort sem lesið er áfram eða afturábak, t.d.
- Rör
- Radar
- Algul ugla
- Rut fann illa kallinn aftur
- Löggur banna bruggöl
- 12321
Stærðfræði
breytaSamhverfa gegnir mikilvægu hlutverki innan stærðfræðinna, því hún leyfir einföldun og alhæfingar, t.d.
- kallast fall f(x), samhverft um y-ás ef f(x) = f(-x) gildir fyrir öll x
- kallast rúmmynd samhverf ef mögulegt er að hluta hana niður í einslaga rúmmyndir
- jafngildisvensl „~“ á mengi S kallast samhverf ef eftirfarandi fyrir öll stök a og b í S gildir: a ~ b <=> b ~ a
Eðlisfræði
breytaEðlisfræðin leyfir alhæfingar, sem byggjast á samhverfu, t.d.
- má reikna rúmmál hluta með snúðsamhvefu með því að heilda fallið 2 f(x)dx, þar sem ferillinn f(x)lýsir yfirborði hlutarins með x-ás er samhverfuás.
- eru kraft- og rafsvið frá pukntmassa eða punkthleðslu samhverf um punktinn
- Emmy Noether,[1] sem leiðbeindi Einstein í stærðfræði sannaði mikilvægt lögmál, sem mikið er notað og við hana kennt, sem segir að samhverfu fylgi varðveislulögmál.
Efnafræði
breytaEfnafræðin fallar m.a. samhverfu sameinda og efnahvarfa, t.d.
- líta samhverfar sameindir eins út sé þeim snúið um samhverfuás
- samhverf efnahvörf gagna jafn í báðar áttir.
Tenglar
breyta- Um samhverfur á Vísindavef Háskóla Íslands[óvirkur tengill]
- Samhverfur á heimasíðu Baggalúts Geymt 14 mars 2008 í Wayback Machine
- Mynstur - Stærðfræði og listir Geymt 15 mars 2012 í Wayback Machine
- ↑ „Emmy Noether“. en.Wikipedia. Sótt 9. feb. 2021.