Flokkur
Lota
15
2 8
O
3 16
S
4 34
Se
5 52
Te
6 84
Po
7 116
Lv

Kalkógen eða súrefnisflokkur er efnaflokkur í lotukerfinu sem inniheldur frumefnin súrefni, brennistein, selen, tellúr og geislavirka efnið pólon. Óstöðuga geislavirka tilbúna efnið livermorín er líka talið tilheyra kalkógenum. Stundum er súrefni tekið út fyrir flokk kalkógena þar sem það hagar sér mjög ólíkt þeim. Léttari kalkógenin eru nauðsynleg lífi en þau þyngri eru gjarnan eitruð. Selen kemur fyrir bæði sem nauðsynlegt næringarefni (sem snefilefni) og eitur (sem sölt). Tellúr er oftast eitrað, þótt sumar lífverur nýti sér það, og pólon er alltaf skaðlegt vegna geislavirkni sinnar.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.