Frumuöndun

(Endurbeint frá Frumöndun)

Frumuöndun eru þeir efnaskiptaferlar sem fara fram innan frumu til að umbreyta orku sem geymd er á formi lífefnasameinda yfir á form sem fruman getur auðveldlega notað. Það er gert með því að brjóta niður efni eins og glúkósa, amínósýrur, og fituefni og nota þá orku til að búa til adenósín þrí-fosfat (ATP).

Frumuöndun getur farið fram með eða án súrefnis. Loftháð frumuöndun (bruni) er með súrefni, það ferli fer fram innan hvatbera. Koltvíoxíð og vatn eru lokaafurðir þess ferlis. Loftfirrð öndun gerist án súrefnis. Þar sundrast efnin ekki alveg og minni orka fæst. Einnig lækkar sýrustig og mjólkursýra myndast.

Tenglar

breyta
  • „Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?“. Vísindavefurinn.