Fritillaria gentneri

Fritillaria gentneri, eða Gentner's fritillary, er fjölær planta af liljuætt, sem eingöngu hefur fundist í suðvestur Oregon og Siskiyou County, Kaliforníu. Búsvæði hennar eru þurr, opin skóglendi og kjarrgróður frá 300 m. til 1500 m. yfir sjávarmáli þar sem hún er í blóma frá mars til í endaðan júlí. Hinsvegar eru flestir plöntuhópar (populations) búnar að blómstra fyrir lok maí. Eins og með flestar plöntutegundir, blómstra einstaklingar neðar fyrst og flyst blómgunartíminn upp.

Fritillaria gentneri

Ástand stofns

Í mikilli hættu (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. gentneri

Tvínefni
Fritillaria gentneri
Gilkey

Fundur

breyta

Plantan var uppgötvuð af hinni 18 ára gamalli Lauru Gentner árið 1942 í Jackson County, Oregon. Dr. Helen M. Gilkey, umsjónarmaður plöntusafns Oregon State University, lýsti hana sem nýja tegund og nefndi eftir Gentner. Í grein sinni í Madroño 1951 greindi hún hana frá hinni áþekku Fritillaria recurva: "As brilliant in color as F. recurva, the blossom of this new form is consistently of a different shade of red; its flowering period begins two weeks later; the plant is typically more robust..."[1]

Lýsing

breyta

Fritillaria gentneri verður 50 til 70 sm há með lútandi rauðleit blóm með gulu reitamynstri og sléttir stönglarnir með blöðin í hvirfingum. Hægt er að greina hana frá F. recurva með meira opnum stíl, lengri, meira áberandi kirtlum og yfirleitt ekki aftursveigðum endum á krónublöðunum. Það hefur ekki verið samstaða um stöðu hennar sem tegund.[1][2]

Það er einnig margt sem bendir til að hún sé blendingur á milli Fritillaria affinis og Fritillaria recurva. Eins og er er hún skráð sem tegund í "Flora of North America" og "Manual of Higher Plants of Oregon".[3]

Það eru 30 þekktir fundarstaðir, 28 í Oregon og 2 handan fylkismarkanna í Kaliforníu. Plöntuhóparnir eru frekar smáir og eru sumir með bara örfáum einstaklingum. Það eru líklega ekki fleiri en 1200 plöntur til.[4]


Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Robinett, Georgie. 2005. Gentner's fritillary: The discovery of a rare species. Kalmiopsis: Journal of the Native Plant Society of Oregon. 12: 37-43
  2. Gilkey, Helen Margaret. 1951. Madroño 11(3): 138–141, f. 6–10.
  3. Flora of North America v 26 p 169
  4. Fritillaria gentneri. Geymt 26 nóvember 2002 í Wayback Machine The Nature Conservancy.

Ytri tenglar

breyta