Fritillaria gentneri

Fritillaria gentneri, eða Gentner's fritillary, er fjölær planta af liljuætt, sem eingöngu hefur fundist í suðvestur Oregon og Siskiyou County, Kaliforníu. Búsvæði hennar eru þurr, opin skóglendi og chaparral frá 300m. til 1500m. yfir sjávarmáli, þar sem hún er í blóma frá mars til í endaðan júlí. Hinsvegar eru flestir plöntuhópar (populations) búnar að blómstra fyrir lok maí. Eins og með flestar plöntutegundir, blómstra einstaklingar neðar fyrst og flyst blómgunartíminn upp.

Fritillaria gentneri
Fritillaria gentneri.JPG
Ástand stofns
Status TNC G1.svg
Í mikilli hættu (TNC)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plantae
(óraðað): Angiosperms
Flokkur: Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. gentneri

Tvínefni
Fritillaria gentneri
Gilkey

FundurBreyta

Hún var uppgötvuð af 18 ára gamalli Lauru Gentner 1942 í Jackson County, Oregon. Dr. Helen M. Gilkey, umsjónarmaður plöntusafns (herbarium) Oregon State University, lýsti hana sem nýja tegund og nefndi eftir Gentner. Í grein sinni í Madroño 1951 hún greindi hana frá hinni áþekku Fritillaria recurva: "As brilliant in color as F. recurva, the blossom of this new form is consistently of a different shade of red; its flowering period begins two weeks later; the plant is typically more robust..."[1]

LýsingBreyta

Fritillaria gentneri verður 50 til 70 sm há, með lútandi rauðleit blóm með gulu reitamynstri og sléttir stönglarnir með blöðin í hvirfingum. Hægt er að greina hana frá F. recurva með meira opnum stíl, lengri, meira áberandi kirtlum og yfirleitt ekki aftursveigðum endum á krónublöðunum. Það hefur ekki verið samstaða um stöðu hennar sem tegund.[1][2]

Það er einnig margt sem bendir til að hún sé blendingur á milli Fritillaria affinis og Fritillaria recurva. Eins og er er hún skráð sem tegund í "Flora of North America", og "Manual of Higher Plants of Oregon".[3]

Það eru 30 þekktir fundarstaðir, 28 í Oregon og 2 handan fylkismarkanna í Kaliforníu. Plöntuhóparnir eru frekar smáir og eru sumir með bara örfáum einstaklingum. Það eru líklega ekki fleiri en 1200 plöntur til.[4]


HeimildirBreyta

  1. 1,0 1,1 Robinett, Georgie. 2005. Gentner's fritillary: The discovery of a rare species. Kalmiopsis: Journal of the Native Plant Society of Oregon. 12: 37-43
  2. Gilkey, Helen Margaret. 1951. Madroño 11(3): 138–141, f. 6–10.
  3. Flora of North America v 26 p 169
  4. Fritillaria gentneri. The Nature Conservancy.

Ytri tenglarBreyta