Fritillaria recurva

Fritillaria recurva, er Norður Amerísk laukplanta í liljuætt[1][2], sem var fyrst lýst af George Bentham.[3]

F. recurva

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar
(óraðað) Einkímblöðungar
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættflokkur: Lilieae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. recurva

Samheiti
  • Fritillaria coccinea (Greene) (L.) Greene (1892)
  • Fritillaria coccinea (Greene) Greene (1892)Greene
  • Fritillaria recurva var. coccinea Greene (1892)Greene

Útbreiðsla breyta

Fritillaria recurva vex í suðvestur Oregon og norður Kaliforníu í Klamath Mountains, Northern Coast Ranges, Cascade Range, and Sierra Nevada. Mest af þekktum fundarstöðum í Kaliforníu eru í norðurhlutanum, suður til Solano sýslu og El Dorado sýslu, en finnst einnig í Tulare sýslu og Mariposa sýslu.[4] Tegundin hefur einnig verið tilkynnt í Douglassýslu og Washoe sýslu í Nevada.[5][6] Hún vex í þurru, opnu skóglendi og chaparral frá 300-2200m.[1]

Lýsing breyta

Fritillaria recurva er laukmyndandi fjölæringur.[2] Laufin eru í hvirfingum, lensulaga til mjólensulaga. Krónublöðin eru skarlatsrauð með gulum flekkjum að innan. Blómin bjöllulaga, lútandi.[2] Fræðiheitið, "recurva", lýsir krónublöðunum sem eru aftursveigð.[2] Fræið er vængjuð hnota.[2]

Fritillaria recurva blómstrar frá júní til oktober.[2] Hún blómstrar um tvemur vikum fyrr en F. gentneri, sem hefur annan rauðan lit. Um allt útbreiðslusvæði hennar er hægt að þekkja hana frá öðrum Keisaralilju tegundum á skærrauðum lit sínum, gulum flekkum innan í blóminu og aftursveigðum krónublöðum.[1][7] Blendingar við þær 10 tegundir sem vaxa á útbreiðslusvæðinu gera greiningu erfiða.[2] Í suðvestur Oregon líkist F. recurva hinni sjaldgæfu F. gentneri. Sú seinni er greind frá F. recurva á skiftum stílnum og lengri safakirtlum. Krómosónagildið er 2n = 24, 36

Tilvísanir breyta

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.