Spjátrulilja
Fritillaria acmopetala [2]) er tegund laukplantna af liljuætt , upprunnin grýttum fjallahlíðum N-Kýpur, suður Tyrklands (Lycia til Cilicia) og Nur fjöll (Nur Dağları) í Líbanon, Ísrael og Palestínu.[3][4] Hún finnst í Macchia, opnum skógum og kornökrum. Undirtegundin ssp. wendelboi vex í Sedrusskógum hærra yfir sjó.[5] Í Kýpur vex hún á kornökrum og undir ólívuökrum í Girne-héraði.[6] Henni var fyrst lýst af Pierre Edmond Boissier í 1846.
Spjátrulilja | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fritillaria acmopetala Boiss. 1846 not Baker 1877[1] | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Lýsing
breytaFritillaria acmopetala er fjölær laukplanta með beinum stöngli, milli 30 - 70 sm á hæð. Blöðin eru löng og mjög mjó, í hvirfingu neðst og í pörum nær toppinum. Efst á stönglinum er eitt eða fleiri lútandi blóm, sem eru með 6 krónublöðum, 3 sm löngum. Ytri krónublöðin eru gulgræn með dekkri blettum og rauðum æðum, þau innri eru fjólurauð efst og neðst. Að innan eru þau öll gul.[7][8] Bjöllulaga blómin bryddast út í mynninu.[9]
Það eru tvær undirtegundir, Fritillaria acmopetala ssp. acmopetala og Fritillaria acmopetala ssp. wendelboi. Sú seinni hefur breiðari blöð og vex eingöngu í suður Tyrklandi[10]
Ræktun
breytaTegundin var fyrst kynnt til ræktunar 1874.[9] Hún þarf frjósaman jarðveg með góðu frárennsli, eins og flestar vepjuliljur. Laukarnir ættu að fara 10 sm djúpt í mold. Í Bretlandi blómstrar hún í byrjun apríl og er harðgerð.[9] Jurtaplágurnar Lilioceris lilii og Botrytis elliptica geta valdið vandamálum þar sem þær eru útbreiddar.[2]
Heimildir
breyta- ↑ Tropicos, search for Fritillaria acmopetala
- ↑ 2,0 2,1 Fritillaria acmopetala. Geymt 7 apríl 2014 í Wayback Machine Royal Horticultural Society.
- ↑ RHS A-Z Encyclopedia of Garden Plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
- ↑ „Kew World Checklist of Selected Plant Famlies, name overview, Fritillaria acmopetala Boiss“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. ágúst 2023. Sótt 20. ágúst 2015.
- ↑ Peter Sheasby, Bulbous plants of Turkey and Iran. Eynsham/Oxford, Information Press 2007, 119
- ↑ A. K. Jackson, W. B. Turrill, On the Flora of the Nearer East: XIX. Additions, etc., to the Flora of Cyprus. Bulletin of Miscellaneous Information Royal Gardens, Kew 1938/10, 467, Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4113450
- ↑ Bou Khater, M. (2010). „Espèce: Fritillaria acmopetala Boiss“. Lebanon Flora. Faculté des sciences Université Saint-Joseph de Beyrouth. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 16, 2011. Sótt 4. maí 2011.
- ↑ Boissier, Pierre Edmond. 1846. Diagnoses Plantarum Orientalium novarum. Lipsiae ser. 1, 7: 104. According to Pavord, the inside is green
- ↑ 9,0 9,1 9,2 Anna Pavord, Bulb. London, Mitchell Beazley 2009, 210
- ↑ Peter Sheasby, Bulbous plants of Turkey and Iran. Oxford, Information Press 2007, 119
Tenglar
breyta- fritillaria icones Illustration