Fritillaria acmopetala [2]) er tegund laukplantna af liljuætt , upprunnin grýttum fjallahlíðum N-Kýpur, suður Tyrklands (Lycia til Cilicia) og Nur fjöll (Nur Dağları) í Líbanon, Ísrael og Palestínu.[3][4] Hún finnst í Macchia, opnum skógum og kornökrum. Undirtegundin ssp. wendelboi vex í Sedrusskógum hærra yfir sjó.[5] Í Kýpur vex hún á kornökrum og undir ólívuökrum í Girne-héraði.[6] Henni var fyrst lýst af Pierre Edmond Boissier í 1846.

Spjátrulilja

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Liljubálkur (Liliales)
Ætt: Liljuætt (Liliaceae)
Undirætt: Lilioideae
Ættkvísl: Fritillaria
Tegund:
F. acmopetala

Tvínefni
Fritillaria acmopetala
Boiss. 1846 not Baker 1877[1]
Samheiti
  • Fritillaria lycia Boiss. & Heldr.
  • Fritillaria reygassii Boiss. & Blanche

Lýsing

breyta

Fritillaria acmopetala er fjölær laukplanta með beinum stöngli, milli 30 - 70 sm á hæð. Blöðin eru löng og mjög mjó, í hvirfingu neðst og í pörum nær toppinum. Efst á stönglinum er eitt eða fleiri lútandi blóm, sem eru með 6 krónublöðum, 3 sm löngum. Ytri krónublöðin eru gulgræn með dekkri blettum og rauðum æðum, þau innri eru fjólurauð efst og neðst. Að innan eru þau öll gul.[7][8] Bjöllulaga blómin bryddast út í mynninu.[9]

Það eru tvær undirtegundir, Fritillaria acmopetala ssp. acmopetala og Fritillaria acmopetala ssp. wendelboi. Sú seinni hefur breiðari blöð og vex eingöngu í suður Tyrklandi[10]

Ræktun

breyta

Tegundin var fyrst kynnt til ræktunar 1874.[9] Hún þarf frjósaman jarðveg með góðu frárennsli, eins og flestar vepjuliljur. Laukarnir ættu að fara 10 sm djúpt í mold. Í Bretlandi blómstrar hún í byrjun apríl og er harðgerð.[9] Jurtaplágurnar Lilioceris lilii og Botrytis elliptica geta valdið vandamálum þar sem þær eru útbreiddar.[2]

Heimildir

breyta
  1. Tropicos, search for Fritillaria acmopetala
  2. 2,0 2,1 Fritillaria acmopetala. Geymt 7 apríl 2014 í Wayback Machine Royal Horticultural Society.
  3. RHS A-Z Encyclopedia of Garden Plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  4. „Kew World Checklist of Selected Plant Famlies, name overview, Fritillaria acmopetala Boiss“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. ágúst 2023. Sótt 20. ágúst 2015.
  5. Peter Sheasby, Bulbous plants of Turkey and Iran. Eynsham/Oxford, Information Press 2007, 119
  6. A. K. Jackson, W. B. Turrill, On the Flora of the Nearer East: XIX. Additions, etc., to the Flora of Cyprus. Bulletin of Miscellaneous Information Royal Gardens, Kew 1938/10, 467, Stable URL: http://www.jstor.org/stable/4113450
  7. Bou Khater, M. (2010). „Espèce: Fritillaria acmopetala Boiss“. Lebanon Flora. Faculté des sciences Université Saint-Joseph de Beyrouth. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 16, 2011. Sótt 4. maí 2011.
  8. Boissier, Pierre Edmond. 1846. Diagnoses Plantarum Orientalium novarum. Lipsiae ser. 1, 7: 104. According to Pavord, the inside is green
  9. 9,0 9,1 9,2 Anna Pavord, Bulb. London, Mitchell Beazley 2009, 210
  10. Peter Sheasby, Bulbous plants of Turkey and Iran. Oxford, Information Press 2007, 119

Tenglar

breyta