Liljubjalla
Liljubjallan (fræðiheiti: Lilioceris lilii) er blaðbjalla sem étur stilka, blöð, brum og blóm á liljum, vepjuliljum og öðrum plöntum í liljuætt (Liliaceae). Liljubjallan verpir aðallega á plöntur af ættkvíslunum Liliuim og Fritillaria.[1] Liljubjallan er upprunnin frá Evrasíu og hefur dreifst til Stóra-Bretlands og Kanada um 1943, líklegast sem laumufarþegar á innfluttum liljulaukum. Liljubjallan er talin vera plága í flestum tempruðum löndum þar sem liljur eru ræktaðar.
Lilioceris lilii | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Lilioceris lilii (Scopoli, 1763) |
Lirfurnar eru með appelsínugula skrokka og svört höfuð. Þær þekja sig sjálfar með eigin úrgangi til að fæla burt rándýr og mynda svarta klumpa. Fullorðnir einstaklingar eru skarlatsrauðir og um 6-9 mm langir. Liljubjöllur bregðast við hættu með því að láta sig detta til jarðar og fela sig.
Heimildir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Enska Wikipedia gefur upp eftirfarandi heimild:Lily Leaf Beetle Geymt 20 september 2008 í Wayback Machine In University of Rhode Island Cooperative Extension.
Ytri tenglar
breyta- Royal Horticultural Society advice and information about the Scarlet Lily Beetle (engelska) Geymt 9 júní 2008 í Wayback Machine
- Royal Horticultural Society Lily Group Reference to the Scarlet Lily Beetle (engelska)