Frederick Winslow Taylor
Frederick Winslow Taylor (20. mars, 1856 - 21.mars, 1915) var bandarískur vélaverkfræðingur sem er helst þekktur fyrir sitt framlag vísindalegrar stjórnunar. Taylor var einn sá fyrsti fræðimanna til þess að líta á vinnu sem vísindalega grein og er oft kallaður faðir vísindalegrar stjórnunarhátta. Hann er þekktastur fyrir rit sitt The Principles of Scientific Management (1911) sem talin er áhrifamesta bók 20. aldar um stjórnun.
Ævi
breytaTaylor fæddist árið 1856 í Philadelphia í Bandaríkjunum. Fjölskylda Taylors var mjög efnuð en Taylor eyddi um þrem árum að ferðast um Evrópu með foreldrum sínum sem barn. Faðir hans, Franklin Taylor, var hámenntaður lögmaður sem hagnaðist á íbúðalánum. Móðir hans, Emily Annette Taylor var mikil baráttukona en hún barðist meðal annars fyrir afnámi þrælahalds.[1]
Þegar fjölskyldan kom aftur til Bandaríkjanna eftir ferðalag sitt um Evrópu fór Taylor í virtan heimavistarskóla en Taylor dreymdi um að fara í Harvard og feta í fórspor föðurs síns að verða lögmaður. Þeir draumar urðu að engu eftir að sjón Taylors hrakaði svo að hann þurfti að hætta skólagöngu sinni. Hann hóf störf sem lærlingur í vélaverksmiðju í Philadelphia. Fjórum árum síðar hóf hann störf í vélsmiðju stálverksmiðju, Midvale Steel Works, þar sem hann hlaut skjótan starfsframa og var gerður að aðalverkfræðing fyrirtækisins.
Vísindaleg stjórnun
breytaSem stjórnandi og yfirverkfræðingur Midvale Steel þróaði Taylor kenningar sínar um vísindalega stjórnunarhætti og lauk námi í verkfræði við Stevens Institute of Technology (1883). Hann tók eftir því að starfsmenn verksmiðjunnar unnu ekki á fullum afköstum sem dró úr framleiðslu. Hann reyndi þá að krefja starfsmennum að vinna hraðar til að auka framleiðslu en það hafði öfug áhrif. Tilraun Taylor til að refsa verkamönnum fyrir að vinna hægt bar enn verri áhrif.[2]
Taylor snéri sér þá að því að rannsaka vinnuferla í verksmiðjunni með skipulegum hætti til að greina hvernig hægt væri að hraða framleiðsluferlinu. Hann nálgaðist framleiðsluferlið með vísindalegum hætti og braut það niður í mörg lítil verk og kannaði skipulega hvaða aðferðir skiluðu bestum árangri á sem stystum tíma á hverju stigi verkferilsins.[2]
Á árunum 1890-1893 stýrði hann Manufacturing Investment Company of Philadelphia, sem rak pappírsverksmiðjur í Maine og Wisconsin. Árið 1893 stofnaði hann ráðgjafarfyrirtæki sem aðstoðaði fyrirtæki við hagræðingu, verkfræðileg vandamál og að finna leiðir til að draga úr kostnaði en auka framleiðni á sama tíma. Á árunum 1898-1901 starfaði hann fyrir Bethlehem Steel, þar sem hann þróaði verkferla sem juku framleiðni.[2]
Eftir deilur við aðra stjórnendur Bethlehem Steel lét Taylor af störfum hjá fyrirtækinu árið 1901 og helgaði sig fræðistörfum, og útbreiðslu hugmynda sinna um vísindalega stjórnunarhætti. Taylor ferðast um Bandaríkin og Evrópu til að halda fyrirlestra um kenningar sínar. Árið 1911 gaf hann svo út bókina The Principles of Scientific Management. Árin eftir það hélt hann áfram með fyrirlestra um kenningar sínar, þar til árið 1915 þegar hann smitaðist af inflúensu á meðan hann var á ferðalagi sínu. Hann lést af völdum hennar þann 21.mars árið 1915.[2]
Taylor átti einnig mjög farsælan feril sem íþróttamaður. Hann keppti bæði í tennis og golfi. Árið 1881 vann hann fyrsta tvíliðamótið á bandaríska meistaramótinu í tennis, sem í dag nefnist Opna bandaríska meistaramótið. Hann skráði yfir 40 einkaleyfi fyrir ýmsar uppfinningar og tæki sem hann hannaði. Hann hannaði meðal annars tæki sem heldur spennu í tennisneti, skeiðlaga tennisspaða og nýja tegund af járnbrautarvögnum. Flest einkaleyfa Taylor tengdust framleiðslu stáls.[2]
The Principles of Scientific Management
breytaTaylor þróaði kenningar sínar um vísindalega stjórnun í gegnum alla sína ævi en árið 1911 tekur hann kenningarnir saman og gefur út bókina The Principles of Scientific Management. Upphaflega kemur bókin út í þremur greinum hjá tímaritinu The American Magazine en stuttu síðar er greinunum komið í bókarform og gefið út af Harper and Brothers í New York. Bókin vakti strax athygli á heimsvísu og var eftirspurnin eftir henni mikil. Bókin var mjög umdeild en margir lofuðu Taylor á meðan aðrir gagnrýndu kenningar hans mjög. [2]
Almenningur í dag ætti í miklum vandræðum með að halda þræði í gegnum bókina en Taylor var ekki þekktur fyrir að vera góður penni, hann var fyrst og fremst verkfræðingur. Bókin er full af endurteknum dæmum og ruglingslegum sögum sem byggja á reynslu Taylors við vísindalegar rannsóknir hans.[2]
Í gegnum bókina kemur þó Taylor kenningum sínum til skila. Hugmyndafræði Taylors er að varanleg velmegun fyrir verkamanninn ásamt hámarks hagsæld fyrir vinnuveitandann, er aðeins mögulegt þegar vinnan er gerð með lágmarks mannlegu átaki. Til að framkalla þá hagsæld fyrir báða aðila, leggur Taylor fram fjórar meginreglur: [3]
- Eftir að hafa tekið eftir því hve óskilvirk mörg af verkum í framleiðslu voru vegna einhverja þumalputta regla sem starfsmenn notaðu, hélt Taylor því fram að tíma- og hreyfimælingar fyrir hvern hluta verkefnis væru lykilatriði til þess að finna út vísindalega sannaða bestunar aðferð fyrir hvert verk. Með það í huga er því skilvirkast að skipta verkinu upp í mörg lítil störf og sérhæfa hvert af þessum litlu störfum. Taylor taldi þó að starfsmennirnir sem unnu störfin væru ekki færir um að ákveða hvernig best væri að vinna starfið þar sem þeir væru ekki menntaðir. Aðeins stjórnendur ættu að sjá um að taka ákvarðanir og gera áætlanir.[3]
- Þegar ákveðið vinnulag er komið á, þarf að setja skýra ráðningarstefnu. Þeir starfsmenn sem ráðnir eru í verkið þurfa að hafa nægilega færni og úthald til að geta sinnt starfinu. Mikilvægt er að starfsmenn fái svo viðeigandi þjálfun til að tryggja að þeir séu að nota rétta tækni. Lykillinn hér er að starfsmenn eiga ekki að puða þangað til þeir detta niður af þreytu, heldur vildi Taylor að stjórnendur fyndu aðferðir til að hámarka framlag með tilliti til líkamlegu hliðar starfsmannsins.[3]
- Stjórnendur eiga að vinna með og styðja starfsmenn sína til að passa að störfin séu unnin á réttan hátt innan ásættanlegra tímamarka. Þeir eiga að hjálpa starfsmönnum sínum á vingjarnlegan hátt og leiða með fordæmi í stað þess að reyna neyða starfsmennina til að vinna.[3]
- Taylor trúði á valdastiga í fyrirtækjum. Stjórnendur eiga að sjá um skipulagningu, áætlunargerð, þjálfun og í raun öll þau störf sem krafðist hugsunar þar sem almenni starfsmaðurinn væri ekki hæfur í það, hann á bara að gera það sem honum er sagt.[3]
Gegn því sem margir halda þá sagði Taylor að mikilvægi þess að kenningar hans virki er að hagnaður hagræðingarinnar fari ekki beint í vasa eigenda heldur á að launa starfsmönnunum fyrir í samræmi við aukna framleiðni. Því miður var það ekki alltaf raunin og fékk Taylor gagnrýni fyrir það, þó að hans raunverulega markmið var að bæta hag bæði verkamannanna og fyrirtækjanna.
Tilvísanir
breyta- ↑ Amanda Verdery Young. „Emily Annette Taylor“. Women In Peace (bandarísk enska). Sótt 6. september 2022.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Anne M. Blake, James L. Moseley (Desember 2011). „Frederick Winslow Taylor: One Hundred Years of Managerial Insight“ (PDF). International Journal of Management. Sótt september 2022.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 „Taylorism in the 21st Century Essay Example“. GraduateWay (bandarísk enska). 28. september 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. september 2022. Sótt 18. september 2022.