Framsund er sundið milli Svalbarða og Grænlands í Grænlandshafi. Sundið er dýpsta tengingin milli Norður-Íshafsins og Norður-Atlantshafs (Grænlandshafs og Noregshafs) og þar eru mest sjávarskipti milli hafanna. Hlýr atlantssjór berst norður með Vestur-Svalbarðastraumnum og kaldur pólsjór suður með Austur-Grænlandsstraumnum.

Kort sem sýnir Framsund

Framsund dregur nafn sitt af norska skipinu Fram sem Fridtjof Nansen notaði til að kanna Norðurheimskautið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.