Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku

Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku (enska: North American Free Trade Agreement, NAFTA; spænska: Tratado de Libre Comercio de América del Norte, TLCAN eða TLC; franska: Accord de libre-échange nord-américain, ALÉNA) er samningur um fríverslun sem ríkisstjórnir Mexíkó, Bandaríkjanna og Kanada gerðu með sér og gekk í gildi 1. janúar 1994. Samningurinn skapaði stærstu viðskiptablokk heims. Hann var meðal annars undir áhrifum frá Maastrichtsamningnum frá 1992. Samningurinn tók við af Fríverslunarsamningi Kanada og Bandaríkjanna frá 1988.

Merki NAFTA

Það sem helst einkennir samninginn er afnám tolla í skrefum. Samningurinn hefur verið gagnrýndur í öllum aðildarríkjunum meðal annars fyrir að styrkja menningarlegt og efnahagslegt forræði Bandaríkjanna í Kanada, fyrir að auka fólksflutninga gegnum suðurlandamæri Bandaríkjanna og fyrir að gefa bandarískum og kanadískum stórfyrirtækjum færi á að eignast mikilvægar auðlindir í Mexíkó. Sama dag og samningurinn gekk í gildi hóf Þjóðfrelsisher Zapatista uppreisn gegn ríkisstjórn Carlos Salinas de Gortari í héraðinu Chiapas í Mexíkó.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.