Forvirkar rannsóknarheimildir

Forvirkar rannsóknarheimildir eru lagaheimildir til að rannsaka glæpi sem ekki hafa verið framdir en gætu verið það að mati yfirvalda. Ekki eru heimildir fyrir slíku í íslenskum lögum. Helstu talsmenn forvirkra rannsóknarheimilda á Íslandi eru Ögmundur Jónasson, Björn Bjarnason, Ragna Árnadóttir og Siv Friðleifsdóttir. Forvirkar rannsóknarheimildir fela í sér persónunjósnir og hleranir án dómsúrskurðar. Athæfi sem forvirkar rannsóknarheimildir er beitt gegn þarf ekki að vera refsivert.[1] Forvirkar rannsóknarheimildir beinast gegn fólki með tilteknar skoðanir, svo sem náttúruverndarsinnum, og fela í sér að fylgst væri sérstaklega með skoðunum sem fólk tjáir, en á heimasíðu Björns segir til dæmis:

„Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur rætt um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu án þess að þær eigi að snúa að hópum af pólitískum toga. Undir þá skilgreiningu falla umhverfis- og náttúruverndarsinnar og ýmsir hryðjuverkahópar. Þá segist ódæðismaðurinn í Ósló og Útey vinna að pólitísku markmiði með fjöldamorðinu. Ef fylgst hefði verið með vefsíðu hans hefði kannski mátt greina hvað fyrir honum vakti. Hann hafði hins vegar aldrei komist í kast við lögin og lá ekki undir grun þrátt fyrir öfgafullar skoðanir.“[2]

Þann fjórtánda febrúar 2011 lagði hópur níu þingmanna fram þingsályktunartillögu um að innanríkisráðherra legði fram frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir.[3]

Tilvísanir

breyta