Fornmanna sögur
Fornmanna sögur, er ritröð í 12 bindum, sem Hið konunglega norræna fornfræðafélag gaf út á árunum 1825-1837. Þar voru einkum prentaðar Noregskonunga sögur og rit tengd þeim, eins og Jómsvíkinga saga og Knýtlinga saga. Var textinn birtur á frummálinu, íslensku. Í lokabindinu voru skrár og ítarefni.
Fornfræðafélagið leit á sig sem samnorrænt og alþjóðlegt félag, og því var ákveðið að þýða Fornmanna sögurnar bæði á dönsku og latínu til þess að kynna ritin fyrir hinum menntaða heimi. Danska útgáfan heitir Oldnordiske sagaer, og sú latneska Scripta historica Islandorum, de rebus gestis veterum borealium. Báðar eru í 12 bindum eins og Fornmanna sögurnar.
Carl Christian Rafn, ritari Fornfræðafélagsins og driffjöðurin í starfi þess, átti frumkvæði að útgáfunni, en sjálft útgáfustarfið var að miklu leyti unnið af Íslendingum.
Bindi
breyta- Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol I
- Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol II
- Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol III
- Saga Ólafs konúngs hins Helga, Vol I
- Saga Ólafs konúngs hins Helga, Vol II
- Sögur Noregs konúngs Góða, Haralds konúngs Harðrða ok sona hans
- Sögur Noregs konúnga frá Magnúss Erlíngssonar
- Saga Sverris konúngs
- Sögur Hákonar Sverrissonar, Guttorms Sigurðarsonar, Ínga Bárðarsonar and Hákonar Hákonarsonar til falls Skúla hertoga
- Saga Hákonar Hákonarsonar frá falli Skúla hertoga; brot sögu Magnúss Lagabætis
- Jómsvíkíngasaga ok Knytlínga
- Ríkisár Noregs og Dana-konúnga áratal markverðustu viðoburða vísur færðar til rétts máls; Register yfir staðanörn, hluti ok efni og yfir sjaldgæf orð
Heimild
breyta- Skrár Landsbókasafns Íslands o.fl.