Fornmanna sögur, er ritröð í 12 bindum, sem Hið konunglega norræna fornfræðafélag gaf út á árunum 1825-1837. Þar voru einkum prentaðar Noregskonunga sögur og rit tengd þeim, eins og Jómsvíkinga saga og Knýtlinga saga. Var textinn birtur á frummálinu, íslensku. Í lokabindinu voru skrár og ítarefni.

Fornfræðafélagið leit á sig sem samnorrænt og alþjóðlegt félag, og því var ákveðið að þýða Fornmanna sögurnar bæði á dönsku og latínu til þess að kynna ritin fyrir hinum menntaða heimi. Danska útgáfan heitir Oldnordiske sagaer, og sú latneska Scripta historica Islandorum, de rebus gestis veterum borealium. Báðar eru í 12 bindum eins og Fornmanna sögurnar.

Carl Christian Rafn, ritari Fornfræðafélagsins og driffjöðurin í starfi þess, átti frumkvæði að útgáfunni, en sjálft útgáfustarfið var að miklu leyti unnið af Íslendingum.

  1. Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol I
  2. Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol II
  3. Saga Ólafs konúngs Tryggvasonar, Vol III
  4. Saga Ólafs konúngs hins Helga, Vol I
  5. Saga Ólafs konúngs hins Helga, Vol II
  6. Sögur Noregs konúngs Góða, Haralds konúngs Harðrða ok sona hans
  7. Sögur Noregs konúnga frá Magnúss Erlíngssonar
  8. Saga Sverris konúngs
  9. Sögur Hákonar Sverrissonar, Guttorms Sigurðarsonar, Ínga Bárðarsonar and Hákonar Hákonarsonar til falls Skúla hertoga
  10. Saga Hákonar Hákonarsonar frá falli Skúla hertoga; brot sögu Magnúss Lagabætis
  11. Jómsvíkíngasaga ok Knytlínga
  12. Ríkisár Noregs og Dana-konúnga áratal markverðustu viðoburða vísur færðar til rétts máls; Register yfir staðanörn, hluti ok efni og yfir sjaldgæf orð

Heimild

breyta
  • Skrár Landsbókasafns Íslands o.fl.