Scripta historica Islandorum
Scripta historica Islandorum (íslenska: Sagnfræðirit Íslendinga) er ritröð í 12 bindum, sem Hið Konunglega norræna fornfræðafélag gaf út á árunum 1828-1846.
Fornfræðafélagið gaf fyrst út 12 binda ritröð , sem kölluð var Fornmanna sögur, og birtist hún á árunum 1825-1837. Þar voru einkum prentaðar Noregskonunga sögur og rit tengd þeim, eins og Jómsvíkinga saga og Knýtlinga saga. Var textinn birtur á frummálinu, íslensku. Í lokabindinu voru skrár og ítarefni.
Fornfræðafélagið leit á sig sem samnorrænt og alþjóðlegt félag, og því var ákveðið að þýða Fornmannasögurnar bæði á dönsku og latínu til þess að kynna ritin fyrir hinum menntaða heimi. Danska útgáfan heitir Oldnordiske sagaer, og sú latneska Scripta historica Islandorum, de rebus gestis veterum borealium. Báðar eru í 12 bindum eins og Fornmannasögurnar, og kom danska útgáfan út á árunum 1826-1837.
Sveinbjörn Egilsson síðar rektor, þýddi textabindin, 11 að tölu, á latínu, og þótti þýðingin afburða vel gerð. Grímur Thomsen þýddi 12. bindið á latínu.
Heimild
breyta- Skrár Landsbókasafns Íslands o.fl.