Frjálslyndi flokkurinn (Svíþjóð)

(Endurbeint frá Folkpartiet liberalerna)

Sænski frjálslyndi flokkurinn (s. Folkpartiet liberalerna) rekur rætur sína aftur til ársins 1900 en í janúar það ár sameinuðust nokkrir þingflokkar frjálslyndra bænda og ýmsir þingmenn sem höfðu staðið utan þingfylkinga. Árið 1902 var stofnaður formlegur stjórnmálaflokkur, Frjálslyndi flokkurinn (s. Liberala samlingspartiet). Flokkurinn var mjög atkvæðamikill á fyrri hluta aldarinnar. Karl Staaff, leiðtogi flokksins frá 1905 til 1915, veitti ríkisstjórn flokksins forsæti árin 1905 til 1906 og aftur árin 1911-1914. Árin 1917-1920 veitti þáverandi formaður flokksins Nils Edén ríkisstjórn flokksins aftur forsæti.

Frjálslyndi flokkurinn
Liberalerna
Leiðtogi Nyamko Sabuni
Ritari Juno Blom
Þingflokksformaður Johan Pehrson
Stofnár 5. ágúst 1934; fyrir 90 árum (1934-08-05)
Höfuðstöðvar Riksgatan 2, Stokkhólmi, Svíþjóð
Félagatal 14.432 (2020)[1]
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Frjálslyndi, femínismi, Evrópuhyggja
Einkennislitur Blár  
Sæti á ríkisþinginu
Sæti á Evrópuþinginu
Listabókstafur L
Vefsíða www.liberalerna.se

Í maí 1923 klofnaði Frjálslyndi flokkurinn vegna afstöðu til bindisspurningarinnar. Sá hluti flokksins sem aðhylltist áfengisbann myndaði Frjálslynda þjóðarflokkinn (s. Frisinnade folkpartiet) meðan sá hluti sem var andsnúinn áfengisbanni myndaði Sænska frjálslynda flokkinn (s. Sveriges liberala parti).

Frjálslyndi þjóðarflokkurinn var töluvert atkvæðameiri, og voru báður formenn hans Carl Gustaf Ekman (formaður 1924-1932) og Felix Hamrin (formaður 1932-1935) forsætisráðherrar Svíþjóðar.

Flokkarnir sameinuðust að nýju árið 1934 og ásamt nokkrum öðrum litlum frjálslyndum flokkum mynduðu þeir Folkpartiet. Síðan þá hefur nafn flokksins ýmist verið þýtt á íslensku sem Þjóðarflokkinn eða Frjálslyndi flokkinn, enda hefur nafnið „liberalerna“ verið í titli flokksins síðan 1990, og hann lagt mikla áherslu á að hann fylgi frjálslyndum borgaralegum gildum. Í Svíþjóð er flokkurinn þó yfirleitt kallaður Þjóðarflokkurinn.

Á eftirstríðsárunum hefur Frjálslyndi flokkurinn tekið þátt í ríkisstjórnum mið- og hægriflokkanna og um nokkurt skeið árin 1978-1979 leiddi flokkurinn minnihlutastjórn undir forsæti Ola Ullsten.

Þó Frjálslyndi flokkurinn hafi ekki haft leiðandi hlutverk í sænskum stjórnmálum á eftirstríðsárunum hafa nokkrir af þekktustu stjórnmálamönnum Svía komið úr flokknum. Hagfræðingurinn Bertil Ohlin, handhafi nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 1977, var formaður flokksins frá 1944 til 1967. Þá var Hans Blix, vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu Þjóðanna í Írak utanríkisráðherra í minnihlutastjórn flokksins 1978-1979.

Tilvísanir

breyta
  1. „Medlemstapp i partierna - bara KD och SD ökar“. Svenska Dagbladet. 15. febrúar 2020. Sótt 20. september 2020.