Fjodor Dostojevskíj
Fjodor Míkhajlovítsj Dostojevskíj (rússneska: Фёдор Миха́йлович Достое́вский) (11. nóvember 1821 – 9. febrúar 1881) var rússneskur rithöfundur sem hafði mikil áhrif á bókmenntir 20. aldar. Verk hans lýsa oft einstaklingum á jaðri samfélagsins, vegna fátæktar eða innra andlegs ástands. Hann er oft talinn upphafsmaður tilvistarstefnunnar.
Fjodor Dostojevskíj | |
---|---|
Фёдор Михайлович Достоевский | |
Fæddur | Fjodor Míkhajlovítsj Dostojevskíj 11. nóvember 1821 Moskvu í Rússlandi |
Dáinn | 9. febrúar 1881 (59 ára) Sankti Pétursborg í Rússlandi |
Hvíldarstaður | Tikhvin kirkjugarður í Sankti Pétursborg |
Störf |
|
Ár virkur | 1844-1880 |
Maki |
|
Börn | 4 |
Foreldrar | Míkhaíl Andrejevítsj Dostojevskíj (faðir) María Fjodorovna Dostojevskaja (móðir) |
Undirskrift | |
Fyrsta bók hans, Fátækt fólk, kom út 1846. Árið 1849 var hann handtekinn fyrir þátttöku í byltingaraðgerðum gegn Nikulási 1. keisara og sendur í þrælkunarbúðir í Omsk í Síberíu.
Hann losnaði úr fangelsi 1854 en þurfti að eyða næstu fimm árum í herþjónustu í Síberíuherdeildinni. Á þeim árum gerðist hann kristinn og varð síðar mikill andstæðingur níhílistahreyfingarinnar. Árið 1860 sneri hann aftur til Sankti Pétursborgar þar sem hann reyndi að reka bókmenntatímarit ásamt bróður sínum Míkhaíl með litlum árangri. Árið 1864 lést eiginkona hans og bróðir hans skömmu síðar. Við þetta sökk Dostojevskíj í þunglyndi og spilafíkn sem gerði skuldastöðu hans enn verri en hún var fyrir. Glæpur og refsing (Преступление и наказание), sem sumir telja hans besta verk, kom út sem framhaldssaga í tólf hlutum árið 1866.
Árið 1867 ferðaðist hann til Vestur-Evrópu, giftist aftur og hóf að skrifa Fávitann (Идиот). Síðustu árum sínum eyddi hann á heilsuhælum, en hann þjáðist af flogaveiki alla ævi.
Helstu verk
breyta- Fátækt fólk (Бедные люди) (1846)
- Tvífarinn: Pétursborgarbálkur (Двойник. Петербургская поэма) (1846) - ísl. þýð. Vilhjálmur Þ. Gíslason, 1930; Ingibjörg Haraldsdóttir, 1994
- Неточка Незванова (1849)
- Село Степанчиково и его обитатели (1859)
- Minnisblöð úr húsi dauðans (Записки из мертвого дома) (1860)
- Униженные и оскорбленные (1861)
- Скверный анекдот (1862)
- Minnisblöð úr undirdjúpunum (Записки из подполья) (1864) - ísl. þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, 1997
- Glæpur og refsing (Преступление и наказание) (1866) - ísl. þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, 1984
- Fjárhættuspilarinn (Игрок ) (1867) - ísl. þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, 2004
- Fávitinn (Идиот) (1868) - ísl. þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, 1987
- Hinir óðu eða Djöflarnir (Бесы) (1872) - ísl. þýð. Arnór Hannibalsson, 1998
- Подросток (1875)
- Karamazov-bræðurnir (Братья Карамазовы) (1880) - ísl. þýð. Ingibjörg Haraldsdóttir, 1990-