Fjarlæg framtíð

bandarískir teiknimyndaþættir

Fjarlæg framtíð (enska: Futurama) eru bandarískir teiknimyndaþættir eftir Matt Groening sem líka gerði þættina um Simpsonfjölskylduna. Frá 1999 til 2013 komu út sjö þáttaraðir, alls 140 þættir, sem voru fyrst sýndir á Fox til 2003 og síðan á Comedy Central frá 2008 til 2013. Árið 2023 stóð til að endurvekja þættina með 20 þátta röð á Hulu. Hver þáttur er 22 mínútur að lengd.

Merki þáttanna.

Söguþráður

breyta

Philip J. Fry (Billy West) er pítsusendill sem býr í New York-borg, kærasta hans er hætt með honum, fjölskylda hans lítur niður á hann og hann missir af veislu til að fagna komu tuttugustu og fyrstu aldarinnar vegna þess að hann þarf að sendast með pítsur. Þegar hann kemur á þangað, er staðurinn yfirgefinn, en fullur af skrítnum klefum sem virðist frysta fólk. Fry fagnar því tuttugustu og fyrstu öldinni einn á þessum stað, en dettur óvart í einn klefann. Klukkan á klefanum stillist sjálfkrafa á 1000 ár. Fry vaknar því árið 2999 við aldamót þrítugustu og fyrstu aldar þar sem lífið er allt öðruvísi. Þar hittir hann eineygðu geimveruna Leelu (Katey Sagal) sem hann verður ástfanginn af, drukkna vélmennið Bender (John DiMaggio), Amy Wong (Lauren Tom) frá mars, krabbann doktor Zoidberg (Billy West), uppfinningamanninn Hubert Farnsworth (Billy West) sem er kallaður „prófessorinn“ og gáfaða aðstoðarmanninn hans, Hermes Conrad (Phil LaMarr). Prófessorinn rekur sendingaþjónustu með geimskipi þar sem Fry fær vinnu.

Tengt efni

breyta
   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.